Fundur með Matvælaráðuneyti vegna ESA álits
24. maí 2023
Samtök um dýravelferð áttu fund með fulltrúum Matvælaráðuneytis þriðjudaginn 23. maí. Efni fundarins var að reifa afstöðu ráðuneytisins til niðurstöðu ESA álitsins og ítreka þá kröfu að blóðmerahaldi verði hætt, enda ljóst að iðjan stangast á við gildandi lög og reglur.
Í áliti ESA á starfseminni kemur fram að blóðmerahald skuli lúta reglum þeim sem gilda um dýr sem notuð eru í vísindaskyni sbr. reglugerð 460/2017, sérstaklega 8. gr. er varðar staðgöngu fækkun og mildun, og 10. gr. er varðar bann við notkun lifandi dýra ef önnur aðferð nær sama markmiði. Á fundinum kom fram að ráðuneytið skoðar nú og rýnir álit ESA. Ekki er ljóst hvort ráðuneytið hyggst framkvæma sjálfstætt mat á því hvort 460/2017 nái yfir blóðmerahald eða hvort verkefnið snúist um að færa rök fyrir þeirri afstöðu ráðuneytisins sem birtist í reglugerð 900/2022 um blóðmerahald. Þá var spurt um hver hin aukna vernd væri sem fælist í reglugerð um blóðmerar eins og ráðherra hefur haldið fram. Ráðuneytið svaraði að reglugerðin sem slík fæli í sér strangari skilyrði. Þá var bent á að starfsemin væri sú sama fyrir og eftir reglugerð svo ekki sæist í hverju hin aukna vernd fælist. Fulltrúar SDÍ bentu á mótsögn í áliti Prof. Xavier Manteca Vilanova í skýrslu starfshóps og í eigin fræðiritum þegar fjallað er um áhrif blóðtöku á hryssunar. Vilanova er erlendur eftirlitsaðili og fulltrúi kaupenda PMSG. Ráðuneytið vildi ekki taka afstöðu til þess.
Töluvert hefur verið fjallað um málið:
Blóðtaka úr merum uppfyllir ekki EES reglur að mati Eftirlitsstofnunar EFTA - RÚV.is (ruv.is) ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi - Vísir (visir.is)
Áfellisdómur ESA og blóðmerar - Vísir (visir.is)
ESA ávítar Ísland vegna blóðtöku úr hryssum (mbl.is)
Fréttir kl. 19:00 - 10.05.2023 | RÚV Sjónvarp (ruv.is)
Segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir grútmáttlausri stjórnsýslu - RÚV.is (ruv.is)
Um blóðtöku úr fylfullum hryssum og verndun dýra sem notuð eru í vísindaskyni - Heimildin
Spegillinn - Geirfinnsmálið, samningaþref BSRB og sveitarfélaga, Beyoncé | RÚV Útvarp (ruv.is)